Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur 19. apríl 2007 13:00 Sísta plata Modest Mouse til þessa en samt sem áður margslungin og heldur Modest Mouse enn í fremstu röð. We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira