Allir með strætó 18. apríl 2007 00:01 Reykjavíkurborg hefur kynnt vistvæna stefnu. Það á að taka umhverfismálin í gegn til dæmis með því að útbúa náttúrusvæði til útikennslu í öllum hverfum, breikka göngu- og hjólreiðastíga og bæta skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýri og á Tjörninni. Síðan verður líka mótuð loftslagsáætlun fyrir borgina til næstu tíu ára og þá mega nagladekkin aldeilis fara að skríða í skjól því til stendur að sporna við notkun þeirra. Ekki efast ég um að þessi græna bylting borgaryfirvalda tengist yfirvofandi ríkisstjórnarkosningum. Það er umhverfissveifla í þjóðfélaginu og Sjálfstæðismenn eru uggandi. Ég vona bara að vistvænu skrefin reynist borgarbúum jafn vel og lofað er í blaðaauglýsingunum. Það er samt ekki allt jafnskýrt sem þar stendur. Þessi setning býður til að mynda upp á stúdíu: „Ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngutæki." Vonandi þýðir þetta eitthvað meira en reiðhjólastatív við anddyri nýja hátæknisjúkrahússins. Það sem er þó hvað gleðilegast við umhverfisáætlunina er að Reykjavíkurborg ætli að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó næsta haust. Það getur sparað þeim drjúgan skilding á ársvísu og verður jafnvel til þess að sumir geti selt bílinn sinn eða hætt við að kaupa svoleiðis grip. Margir eiga líklega eftir að átta sig á því að það tekur venjulega ekki meiri tíma að bíða eftir strætó en að skafa bíl á köldum vetrarmorgni. Gef ég mér þá þær forsendur að fólk þekki áætlun vagnanna. Það getur líka sparað heilmikið umstang að stimpla upplýsingasíma strætisvagnanna inn í farsímann sinn til að fá að vita hvernig best er að tengja saman tvær leiðir. Þar svarar fólk fullt þekkingar og þjónustulundar. Fæstir námsmenn búa svo vel að geta geymt bílana sína í bílskúrum yfir nóttina og þurfa því ekki aðeins að skafa heldur líka að setjast inn í hrollkaldan bíl. Það getur því oft verið mun notalegra að koma akandi til skóla eða í vinnu á upphituðum strætisvagni en í ísköldum einkabíl. Eini munurinn er sá að í eigin bíl getur fólk ráðið tónlistinni sem sjaldnast er í boði í strætó. Á móti kemur að í strætó má efna til fjöldasöngs. Möguleiki sem allt of sjaldan er nýttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Reykjavíkurborg hefur kynnt vistvæna stefnu. Það á að taka umhverfismálin í gegn til dæmis með því að útbúa náttúrusvæði til útikennslu í öllum hverfum, breikka göngu- og hjólreiðastíga og bæta skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýri og á Tjörninni. Síðan verður líka mótuð loftslagsáætlun fyrir borgina til næstu tíu ára og þá mega nagladekkin aldeilis fara að skríða í skjól því til stendur að sporna við notkun þeirra. Ekki efast ég um að þessi græna bylting borgaryfirvalda tengist yfirvofandi ríkisstjórnarkosningum. Það er umhverfissveifla í þjóðfélaginu og Sjálfstæðismenn eru uggandi. Ég vona bara að vistvænu skrefin reynist borgarbúum jafn vel og lofað er í blaðaauglýsingunum. Það er samt ekki allt jafnskýrt sem þar stendur. Þessi setning býður til að mynda upp á stúdíu: „Ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngutæki." Vonandi þýðir þetta eitthvað meira en reiðhjólastatív við anddyri nýja hátæknisjúkrahússins. Það sem er þó hvað gleðilegast við umhverfisáætlunina er að Reykjavíkurborg ætli að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó næsta haust. Það getur sparað þeim drjúgan skilding á ársvísu og verður jafnvel til þess að sumir geti selt bílinn sinn eða hætt við að kaupa svoleiðis grip. Margir eiga líklega eftir að átta sig á því að það tekur venjulega ekki meiri tíma að bíða eftir strætó en að skafa bíl á köldum vetrarmorgni. Gef ég mér þá þær forsendur að fólk þekki áætlun vagnanna. Það getur líka sparað heilmikið umstang að stimpla upplýsingasíma strætisvagnanna inn í farsímann sinn til að fá að vita hvernig best er að tengja saman tvær leiðir. Þar svarar fólk fullt þekkingar og þjónustulundar. Fæstir námsmenn búa svo vel að geta geymt bílana sína í bílskúrum yfir nóttina og þurfa því ekki aðeins að skafa heldur líka að setjast inn í hrollkaldan bíl. Það getur því oft verið mun notalegra að koma akandi til skóla eða í vinnu á upphituðum strætisvagni en í ísköldum einkabíl. Eini munurinn er sá að í eigin bíl getur fólk ráðið tónlistinni sem sjaldnast er í boði í strætó. Á móti kemur að í strætó má efna til fjöldasöngs. Möguleiki sem allt of sjaldan er nýttur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun