Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu.
Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu.
Hér er á ferðinni afar sérstæð leiksýning, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í uppfærslu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna.
Michel Laubu er einkar ötull tilraunamaður í leikhúsi en hann semur og leikstýrir verkum Turak-hópsins.
Laubu hefur einsett sér að vekja aftur til lífsins hið smáa færanlega leikhús sem getur slegið upp tjöldum sínum nánast hvar sem er, leikhús sem tekur mið af umhverfi sínu í hvert sinn. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim.
Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði.
Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum.

Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim.
Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði.
Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum.