Veisla fyrir augu og eyru 16. apríl 2007 06:30 Rokksveitin ódauðlega heldur tónleika í Laugardalshöll 27. maí. Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður. Don og félagar spiluðu fyrir framan fimm þúsund manns í Bari, sem eru örlítið færri áhorfendur en munu hlýða á þá í Höllinni í maí. Hann segir að tónleikarnir hafi gengið frábærlega vel. „Við erum búnir að spila í Albaníu, Sikiley og Parma og það hefur gengið ótrúlega vel. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá Deep Purple og ég get varla lýst því hvernig viðbrögðin hafa verið. Það hafa líka mætt mun yngri tónleikagestir en vanalega,“ segir Don.Með forsætisráðherra AlbaníuAð sögn Dons hefur verið mjög gaman að ferðast með Deep Purple út um allan heiminn. „Við fáum alltaf mjög góðar viðtökur og erum látnir skrifa nöfnin okkar á alls konar hluti. Við erum mjög uppteknir og höfum engan tíma til að setjast niður og spá í hvort maður ætti að vera að gera eitthvað annað,“ segir hann. „Í síðustu viku borðuðum við morgunmat með forsætisráðherra Albaníu. Við vorum í Parma og ákváðum að fara í ferð til parmesan-verksmiðjunnar þar sem þeir búa til ostinn. Það var merkileg sjón.“ Frábært á ÍslandiDon segist vel muna eftir síðustu tónleikum Deep Purple á Íslandi, sem voru í Laugardalshöll árið 2004, tvennir talsins. „Ég ætlaði að fara í bátsferð en veðrið var of vont. Ég fór að sjá fallegar kirkjur og sitthvað fleira. Tónleikarnir voru líka frábærir.“ Deep Purple spilaði fyrst hér á landi árið 1971 og ef tónleikarnir árið 2004 eru taldir með hefur hljómsveitin selt fleiri miða á Íslandi en nokkur önnur erlend sveit, sem verður að teljast ansi góður árangur. 700 tónleikarDeep Purple, sem var stofnuð undir nafninu Roundabout árið 1968, á sér langa og merkilega sögu en ásamt Led Zeppelin má segja að Deep Purple hafi skilgreint hugtakið þungarokk. Smellir eins og Black Night, Hush, Child in Time og Smoke on the Water greiddu götu Deep Purple bæði í Bretlandi og í Ameríku. Don gekk til liðs við sveitina árið 2002 og hefur ekki séð eftir því. „Þetta hefur verið alveg frábært. Við höfum gert tvær mjög góðar plötur og spilað á yfir 700 tónleikum. „Í flestum hljómsveitum þarf maður að vera virkilega tilbúinn fyrir þrjú til fjögur lög á tónleikum en hjá Deep Purple þarf maður alltaf að vera á tánum,“ segir hann. „Við spilum alls konar lög. Auðvitað eru þessi sígildu alltaf til staðar eins og Smoke on the Water og Highway Star. Við spilum líka nokkur lög af nýju plötunum og önnur minna þekkt eins og The Battle Rages On.“ Umlykja áhorfendurDon lofar hörkutónleikum í Laugardalshöllinni. „Þetta verður veisla fyrir augu og eyru. Við munum umlykja áhorfendur með tónum okkar og ljósadýrð.“ Eftir tónleikana á Íslandi mun Deep Purple spila fram í lok maí. Eftir það tekur við frí í júní en síðan heldur tónleikaferðin áfram í júlí og ágúst. Því næst er aldrei að vita nema lagst verði í gerð nýrrar plötu. Enn eru til miðar á tónleikana í Höllinni og fer miðasala meðal annars fram á midi.is. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður. Don og félagar spiluðu fyrir framan fimm þúsund manns í Bari, sem eru örlítið færri áhorfendur en munu hlýða á þá í Höllinni í maí. Hann segir að tónleikarnir hafi gengið frábærlega vel. „Við erum búnir að spila í Albaníu, Sikiley og Parma og það hefur gengið ótrúlega vel. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá Deep Purple og ég get varla lýst því hvernig viðbrögðin hafa verið. Það hafa líka mætt mun yngri tónleikagestir en vanalega,“ segir Don.Með forsætisráðherra AlbaníuAð sögn Dons hefur verið mjög gaman að ferðast með Deep Purple út um allan heiminn. „Við fáum alltaf mjög góðar viðtökur og erum látnir skrifa nöfnin okkar á alls konar hluti. Við erum mjög uppteknir og höfum engan tíma til að setjast niður og spá í hvort maður ætti að vera að gera eitthvað annað,“ segir hann. „Í síðustu viku borðuðum við morgunmat með forsætisráðherra Albaníu. Við vorum í Parma og ákváðum að fara í ferð til parmesan-verksmiðjunnar þar sem þeir búa til ostinn. Það var merkileg sjón.“ Frábært á ÍslandiDon segist vel muna eftir síðustu tónleikum Deep Purple á Íslandi, sem voru í Laugardalshöll árið 2004, tvennir talsins. „Ég ætlaði að fara í bátsferð en veðrið var of vont. Ég fór að sjá fallegar kirkjur og sitthvað fleira. Tónleikarnir voru líka frábærir.“ Deep Purple spilaði fyrst hér á landi árið 1971 og ef tónleikarnir árið 2004 eru taldir með hefur hljómsveitin selt fleiri miða á Íslandi en nokkur önnur erlend sveit, sem verður að teljast ansi góður árangur. 700 tónleikarDeep Purple, sem var stofnuð undir nafninu Roundabout árið 1968, á sér langa og merkilega sögu en ásamt Led Zeppelin má segja að Deep Purple hafi skilgreint hugtakið þungarokk. Smellir eins og Black Night, Hush, Child in Time og Smoke on the Water greiddu götu Deep Purple bæði í Bretlandi og í Ameríku. Don gekk til liðs við sveitina árið 2002 og hefur ekki séð eftir því. „Þetta hefur verið alveg frábært. Við höfum gert tvær mjög góðar plötur og spilað á yfir 700 tónleikum. „Í flestum hljómsveitum þarf maður að vera virkilega tilbúinn fyrir þrjú til fjögur lög á tónleikum en hjá Deep Purple þarf maður alltaf að vera á tánum,“ segir hann. „Við spilum alls konar lög. Auðvitað eru þessi sígildu alltaf til staðar eins og Smoke on the Water og Highway Star. Við spilum líka nokkur lög af nýju plötunum og önnur minna þekkt eins og The Battle Rages On.“ Umlykja áhorfendurDon lofar hörkutónleikum í Laugardalshöllinni. „Þetta verður veisla fyrir augu og eyru. Við munum umlykja áhorfendur með tónum okkar og ljósadýrð.“ Eftir tónleikana á Íslandi mun Deep Purple spila fram í lok maí. Eftir það tekur við frí í júní en síðan heldur tónleikaferðin áfram í júlí og ágúst. Því næst er aldrei að vita nema lagst verði í gerð nýrrar plötu. Enn eru til miðar á tónleikana í Höllinni og fer miðasala meðal annars fram á midi.is.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira