Angurværð og spé 16. apríl 2007 10:00 Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir syngur í TÍBRÁ. Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru spænsk og frönsk sönglög eftir de Falla og Bizet auk kabarettsöngva eftir Kurt Weill, Bolcom, Hollander og Spoliansky. Suðrænir tónar einkenna fyrri hluta tónleikanna í sönglögum sem eru í senn tilfinningaþrungin, létt og melankólísk. Seinni hluti efnisskrárinnar inniheldur söngva þar sem skemmtanagildi skoplegra texta og tónlistar ráða ríkjum, þótt vissulega sé oft stutt í kaldhæðni og svartan húmor. Sesselja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi frá tónmenntakennaradeild og síðar 8. stigi frá söngdeild skólans, þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik Hanns Eisler og lauk þar diplómaprófi með hæstu einkunn haustið 2000. Sumarið 2001 lauk Sesselja svo eins árs framhaldsnámi frá sama skóla. ún hélt debut-tónleika sína í TÍBRÁ í Salnum árið 2002 og vöktu þeir tónleikar mikla hrifingu en síðan þá hafa fjölmargir kynnst henni í hlutverkum í Íslensku óperunni og annars staðar. Þær Sesselja og Guðríður hafa unnið saman um nokkurt skeið en koma nú í fyrsta skipti saman fram á TÍBRÁR tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru spænsk og frönsk sönglög eftir de Falla og Bizet auk kabarettsöngva eftir Kurt Weill, Bolcom, Hollander og Spoliansky. Suðrænir tónar einkenna fyrri hluta tónleikanna í sönglögum sem eru í senn tilfinningaþrungin, létt og melankólísk. Seinni hluti efnisskrárinnar inniheldur söngva þar sem skemmtanagildi skoplegra texta og tónlistar ráða ríkjum, þótt vissulega sé oft stutt í kaldhæðni og svartan húmor. Sesselja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi frá tónmenntakennaradeild og síðar 8. stigi frá söngdeild skólans, þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik Hanns Eisler og lauk þar diplómaprófi með hæstu einkunn haustið 2000. Sumarið 2001 lauk Sesselja svo eins árs framhaldsnámi frá sama skóla. ún hélt debut-tónleika sína í TÍBRÁ í Salnum árið 2002 og vöktu þeir tónleikar mikla hrifingu en síðan þá hafa fjölmargir kynnst henni í hlutverkum í Íslensku óperunni og annars staðar. Þær Sesselja og Guðríður hafa unnið saman um nokkurt skeið en koma nú í fyrsta skipti saman fram á TÍBRÁR tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira