Dreymir um stóra vinninginn 14. apríl 2007 11:00 Splunkunýtt verk um hið sanna sport er frumsýnt í Hjáleigunni í kvöld. Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein