Science of Sleep - fjórar stjörnur 10. apríl 2007 00:01 Sjjónrænt listaverk með frábærum leikurum en þunnum söguþræði. Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira