Stórhátíð í bíóhúsum 5. apríl 2007 10:30 Mr. Bean vinnur ferð til Suður-Frakklands þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst. Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira