Þrír sumarsmellir 2. apríl 2007 07:00 Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí. Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein