Hið smæsta í hinu stærsta 1. apríl 2007 11:00 Verður nokkuð eins og áður? Systurmyndir um stærsta raforkuframleiðslusvæði heims hafa vakið gífurlega athygli um allan heim. Úr kvikmyndinni „Kyrrmynd“ eftir leikstjórann Zhang Ke-Jia. Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira