Volta Bjarkar komin á netið 31. mars 2007 13:15 Ásmundur Jónsson segir leka á netið vera órjúfanlegan hluta af því að gefa út plötur í dag. „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“ Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira