Lög um einmanaleikann 31. mars 2007 11:00 Tónlistarmaðurinn Teitur er á meðal þeirra færeysku tónlistarmanna sem spila á Nasa í kvöld. Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt. Teitur var nýkominn til Íslands frá Ástralíu þegar blaðamaður ræddi við hann og því varla búinn að jafna sig á löngu ferðalaginu. Þar var hann á vel heppnaðri tónleikaferð til að kynna sína aðra sólóplötu, Stay Under the Stars, sem kom út á síðasta ári. Áður er hann fór til Ástralíu spilaði Teitur á austurströnd Bandaríkjanna, eins og hann hefur gert undanfarin fjögur ár.Spilar með strengjasveitTeitur hlakkar mikið til að spila á Nasa í kvöld. „Ég hef komið tvisvar til Íslands en aldrei spilað. Ég hef heyrt góða hluti frá vinum mínum frá Færeyjum sem hafa spilað þar, þannig að þetta verður gaman,“ segir Teitur. Með honum á tónleikunum verður strengjasveit og flutt verða lög bæði af nýju plötunni og af frumburðinum Poetry & Aeroplanes. Sú plata vakti mikla athygli á Teiti og fékk hún meðal annars fullt hús, fimm stjörnur, í danska tónlistartímaritinu Gaffa.Í umsögninni sagði meðal annars: „Í Færeyingnum Teiti hefur Danmörk eignast söngvara og lagasmið í alþjóðlegum gæðaflokki.“ Miðað við þessi ummæli vilja Danir eigna sér drenginn, sem kemur kannski ekki á óvart ef maður hlustar á Stay Under the Stars. Á henni eru þægilegir og einlægir poppslagarar, þar á meðal hið vinsæla Louis Louis sem komst í fyrsta sæti á iTunes-spilunarlistum í Danmörku.Áhrif frá Eleanor RigbyTeitur segir að nýja platan sé undir miklum áhrifum frá Bítlalaginu sígilda Eleanor Rigby sem kom út 1966 á plötunni Revolver. „Platan byggir aðallega á textabrotinu „All the lonely people – where do they all come from“. Ég reyndi að láta hvert lag fjalla um ákveðna manneskju og einmanaleika hennar,“ segir Teitur, sem játar að vera mikill Bítlaaðdáandi eins og svo margir aðrir. Flakkað um heiminnTeitur, sem er þrítugur, fluttist frá föðurlandi sínu sautján ára. Fyrst um sinn bjó hann í Los Angeles þar sem hann starfaði sem lagasmiður en núna býr hann í London, þó að hann sé reyndar á stöðugum flækingi um heiminn. „Já, ég er búinn að flakka mikið um heiminn og þetta tónleikaferðalag sem ég er á núna hefur verið mjög erfitt og ferðaþreytan situr mikið í manni,“ segir hann.Eftir tónleikana á Nasa er ferðinni heitið til Danmerkur þar sem hann heldur nokkra tónleika og eftir það spilar hann í Bretlandi. Teitur er jafnframt að ljúka við að taka upp plötuna sína á færeysku og kemur hún út í föðurlandinu í maí. Því næst stefnir hann á að taka upp nýja plötu í október. Greinilega nóg að gera hjá okkar manni.Færeyskt stórskotaliðAuk Teits spila á Nasa í kvöld þau Eivör Pálsdóttir, Högni Lisberg, Brandur Enni og hljómsveitin Gestir. Hátíðin hefst klukkan 22.00 og er miðaverð 2.200 krónur. Fer miðasala m.a. fram á midi.is. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt. Teitur var nýkominn til Íslands frá Ástralíu þegar blaðamaður ræddi við hann og því varla búinn að jafna sig á löngu ferðalaginu. Þar var hann á vel heppnaðri tónleikaferð til að kynna sína aðra sólóplötu, Stay Under the Stars, sem kom út á síðasta ári. Áður er hann fór til Ástralíu spilaði Teitur á austurströnd Bandaríkjanna, eins og hann hefur gert undanfarin fjögur ár.Spilar með strengjasveitTeitur hlakkar mikið til að spila á Nasa í kvöld. „Ég hef komið tvisvar til Íslands en aldrei spilað. Ég hef heyrt góða hluti frá vinum mínum frá Færeyjum sem hafa spilað þar, þannig að þetta verður gaman,“ segir Teitur. Með honum á tónleikunum verður strengjasveit og flutt verða lög bæði af nýju plötunni og af frumburðinum Poetry & Aeroplanes. Sú plata vakti mikla athygli á Teiti og fékk hún meðal annars fullt hús, fimm stjörnur, í danska tónlistartímaritinu Gaffa.Í umsögninni sagði meðal annars: „Í Færeyingnum Teiti hefur Danmörk eignast söngvara og lagasmið í alþjóðlegum gæðaflokki.“ Miðað við þessi ummæli vilja Danir eigna sér drenginn, sem kemur kannski ekki á óvart ef maður hlustar á Stay Under the Stars. Á henni eru þægilegir og einlægir poppslagarar, þar á meðal hið vinsæla Louis Louis sem komst í fyrsta sæti á iTunes-spilunarlistum í Danmörku.Áhrif frá Eleanor RigbyTeitur segir að nýja platan sé undir miklum áhrifum frá Bítlalaginu sígilda Eleanor Rigby sem kom út 1966 á plötunni Revolver. „Platan byggir aðallega á textabrotinu „All the lonely people – where do they all come from“. Ég reyndi að láta hvert lag fjalla um ákveðna manneskju og einmanaleika hennar,“ segir Teitur, sem játar að vera mikill Bítlaaðdáandi eins og svo margir aðrir. Flakkað um heiminnTeitur, sem er þrítugur, fluttist frá föðurlandi sínu sautján ára. Fyrst um sinn bjó hann í Los Angeles þar sem hann starfaði sem lagasmiður en núna býr hann í London, þó að hann sé reyndar á stöðugum flækingi um heiminn. „Já, ég er búinn að flakka mikið um heiminn og þetta tónleikaferðalag sem ég er á núna hefur verið mjög erfitt og ferðaþreytan situr mikið í manni,“ segir hann.Eftir tónleikana á Nasa er ferðinni heitið til Danmerkur þar sem hann heldur nokkra tónleika og eftir það spilar hann í Bretlandi. Teitur er jafnframt að ljúka við að taka upp plötuna sína á færeysku og kemur hún út í föðurlandinu í maí. Því næst stefnir hann á að taka upp nýja plötu í október. Greinilega nóg að gera hjá okkar manni.Færeyskt stórskotaliðAuk Teits spila á Nasa í kvöld þau Eivör Pálsdóttir, Högni Lisberg, Brandur Enni og hljómsveitin Gestir. Hátíðin hefst klukkan 22.00 og er miðaverð 2.200 krónur. Fer miðasala m.a. fram á midi.is.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira