Vildi kaupa landskika fyrir fermingarféð 31. mars 2007 07:00 Katrínu í Lýsi langaði mjög í jarðarpart á Kjalarnesinu þegar hún var unglingur. MYND/GVA Peningarnir sem Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, fékk í fermingargjöf hafa ugglaust ávaxtað sig, þó ekki yrði af landakaupum sem hún stefndi að. „Aleigan átti að fara í kaup á jarðarskika á Kjalarnesi sem ég hafði mikinn áhuga á. Þar á meðal var fermingarpeningurinn og svo einhverjar sumarhýrur því ég var orðin 17 ára þegar ég fékk þessa flugu í höfuðið. En það varð ekkert af þeim kaupum. Þau gengu ekki upp, því miður,“ segir Katrín glaðlega þegar forvitnast er um fermingargjafirnar. Katrín kveðst hafa verið byrjuð í hestamennsku á þessum tíma og dreymt um að hafa eitthvert áheldi fyrir hrossin í hæfilegri fjarlægð. „Það var hugsunin að hafa hrossin öll á sama stað. Þess vegna var mér það hjartans mál að eignast þennan skika og þar fyrir utan hef ég alltaf talið það skynsamlega fjárfestingu að kaupa land,“ segir hún. Viðurkennir að það hafi þótt frekar framúrstefnulegt á þessum tíma að sautján ára stelpa væri í slíkum pælingum. Þegar hún segir „þessum tíma“ vaknar spurningin hvenær þetta hafi verið. Nú hlær Katrín. „Það eru margir áratugir síðan. Ég er sko 86 ára en af því ég tek svo mikið lýsi þá lít ég bara svo vel út!“ Á endanum dregur hún í land með þessa fullyrðingu og upplýsir að þetta hafi verið fyrir 27 árum. „Ég fékk reyndar líka hest í fermingargjöf frá foreldrum mínum og það var ofboðsleg hamingja að eignast hann. Hann hét Glói, enda var hann glófextur og ég hef aldrei séð fegurri hest, hvorki fyrr né síðar.“ Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Peningarnir sem Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, fékk í fermingargjöf hafa ugglaust ávaxtað sig, þó ekki yrði af landakaupum sem hún stefndi að. „Aleigan átti að fara í kaup á jarðarskika á Kjalarnesi sem ég hafði mikinn áhuga á. Þar á meðal var fermingarpeningurinn og svo einhverjar sumarhýrur því ég var orðin 17 ára þegar ég fékk þessa flugu í höfuðið. En það varð ekkert af þeim kaupum. Þau gengu ekki upp, því miður,“ segir Katrín glaðlega þegar forvitnast er um fermingargjafirnar. Katrín kveðst hafa verið byrjuð í hestamennsku á þessum tíma og dreymt um að hafa eitthvert áheldi fyrir hrossin í hæfilegri fjarlægð. „Það var hugsunin að hafa hrossin öll á sama stað. Þess vegna var mér það hjartans mál að eignast þennan skika og þar fyrir utan hef ég alltaf talið það skynsamlega fjárfestingu að kaupa land,“ segir hún. Viðurkennir að það hafi þótt frekar framúrstefnulegt á þessum tíma að sautján ára stelpa væri í slíkum pælingum. Þegar hún segir „þessum tíma“ vaknar spurningin hvenær þetta hafi verið. Nú hlær Katrín. „Það eru margir áratugir síðan. Ég er sko 86 ára en af því ég tek svo mikið lýsi þá lít ég bara svo vel út!“ Á endanum dregur hún í land með þessa fullyrðingu og upplýsir að þetta hafi verið fyrir 27 árum. „Ég fékk reyndar líka hest í fermingargjöf frá foreldrum mínum og það var ofboðsleg hamingja að eignast hann. Hann hét Glói, enda var hann glófextur og ég hef aldrei séð fegurri hest, hvorki fyrr né síðar.“
Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira