Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk 28. mars 2007 05:30 Jónas Björgvin Antonsson. Netfyrirtækið Gogogic vinnur að þróun fjölspilunartölvuleiks sem er blanda af einföldum tölvuleikjum og stórum fjölspilunarleikjum. Stjórnarformaður Gogogic segir leikinn henta þeim sem ekki hafi tíma fyrir stóra fjölspilunarleiki. MYND/Anton Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann. Undir smásjánni Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann.
Undir smásjánni Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira