Meiddist við eins metra fall 27. mars 2007 08:00 Halldór Gylfa meiddist við æfingar á söngleiknum Gretti á laugardag, með þeim afleiðingum að fresta þurfti frumsýningu. Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein