Forrest Gump og ég 27. mars 2007 05:45 Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntanlega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek. Undirbúningurinn hófst af nokkrum krafti á haustmisseri en lognaðist út af í miðjum klíðum. Ég get hins vegar huggað æsta aðdáendur langhlaupa með því að æfingar eru hafnar á ný og nú með dálitlum framförum. Um helgina náði ég þeim merka áfanga í fyrsta sinn að langa ekki allan tímann til að leggjast niður í vegarkantinn og deyja. Reyndar sá ég dálítið eftir því að vera enn í eldgömlu hlaupaskónum sem hafa verið notaðir í alls kyns skítverk í mörg ár og eru dálítið götóttir. Vegna vatnsveðursins sem gekk yfir landið þennan sögulega dag skvampaði í þeim eiginlega allan tímann. Eiginmaður minn hélt því reyndar fram að það væri virkilega hollt að hlaupa svona blautur í fæturna en ég er í vafa. Með hann í hlutverki sérlegs þjálfara hef ég nefnilega fengið staðfestingu á áralöngum grun: Hið blíða yfirborð hans er blekking ein. Engin af þeim fjölmörgu afsökunum sem ég hef reynt á tímabilinu hefur virkað. Hann hlustar hvorki á rök um rigningu og rok eða hefur skilning á því þegar ég er dálítið þreytt. Heldur ekki eitthvað slöpp, aum í hægra hné eða með marblett á vinstri legg. Ekki búin að borða, fæddist fyrir tímann og er örugglega enn með óþroskuð lungu, finn enga barnapíu. Alltaf tekst honum að skófla mér af stað, maðurinn er stálkrumla í flauelshanska. Á meðan bóndi minn fjaðrar þetta léttilega eins og Forrest Gump tifa ég eins og kvalinn hamstur á eftir honum. Samt sem áður er mér alls ekki sama um hlaupastílinn en reyni allt hvað af tekur að virðast áreynslulaus og kúl þegar ég mæti öðru fólki. Hjá manneskju með alvarlega andarteppu og í tíu ára gömlum málningartúttum er það undarlegur hégómi. Hógværð og lítillæti eru einkenni hinna göfugu, hjá okkur hinum er summa lastanna sennilega alltaf sú sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntanlega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek. Undirbúningurinn hófst af nokkrum krafti á haustmisseri en lognaðist út af í miðjum klíðum. Ég get hins vegar huggað æsta aðdáendur langhlaupa með því að æfingar eru hafnar á ný og nú með dálitlum framförum. Um helgina náði ég þeim merka áfanga í fyrsta sinn að langa ekki allan tímann til að leggjast niður í vegarkantinn og deyja. Reyndar sá ég dálítið eftir því að vera enn í eldgömlu hlaupaskónum sem hafa verið notaðir í alls kyns skítverk í mörg ár og eru dálítið götóttir. Vegna vatnsveðursins sem gekk yfir landið þennan sögulega dag skvampaði í þeim eiginlega allan tímann. Eiginmaður minn hélt því reyndar fram að það væri virkilega hollt að hlaupa svona blautur í fæturna en ég er í vafa. Með hann í hlutverki sérlegs þjálfara hef ég nefnilega fengið staðfestingu á áralöngum grun: Hið blíða yfirborð hans er blekking ein. Engin af þeim fjölmörgu afsökunum sem ég hef reynt á tímabilinu hefur virkað. Hann hlustar hvorki á rök um rigningu og rok eða hefur skilning á því þegar ég er dálítið þreytt. Heldur ekki eitthvað slöpp, aum í hægra hné eða með marblett á vinstri legg. Ekki búin að borða, fæddist fyrir tímann og er örugglega enn með óþroskuð lungu, finn enga barnapíu. Alltaf tekst honum að skófla mér af stað, maðurinn er stálkrumla í flauelshanska. Á meðan bóndi minn fjaðrar þetta léttilega eins og Forrest Gump tifa ég eins og kvalinn hamstur á eftir honum. Samt sem áður er mér alls ekki sama um hlaupastílinn en reyni allt hvað af tekur að virðast áreynslulaus og kúl þegar ég mæti öðru fólki. Hjá manneskju með alvarlega andarteppu og í tíu ára gömlum málningartúttum er það undarlegur hégómi. Hógværð og lítillæti eru einkenni hinna göfugu, hjá okkur hinum er summa lastanna sennilega alltaf sú sama.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun