Low tekur eitt skref til baka 23. mars 2007 09:00 Hljómsveitin Low er án efa með áhrifamestu hljómsveitum samtímans. Mikil virðing er borin fyrir sveitinni og fáir efast um tónlistarlega hæfileika hennar. Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira