Uppselt er í forsölu á útgáfutónleika Gusgus og Petters Winnberg úr Hjálmum sem verða haldnir á Nasa á laugardagskvöld. Þá verður ár liðið síðan Gusgus spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem voru einnig haldnir á Nasa.
Gusgus gaf nýverið út plötuna Forever og Petter gaf út plötuna Easily Tricked með hljómsveit sinni The Pix. Útgáfufélag Gusgus, Pineapple Records gefur út báðar plöturnar. Síðustu miðarnir á tónleikana verða seldir við innganginn um leið og húsið opnar klukkan 23.00. Miðaverð er 2.500 krónur.