Neyðin kennir nöktum 22. mars 2007 08:00 Fjalakötturinn blánar Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Þegar stóru framleiðslufyrirtækin í Japan sáu sæng sína upp reidda og fóru að laða áhorfendur inn í kvikmyndahúsin, í kappi við ægivald sjónvarpsins, með léttri erótík fóru leikstjórar þeirra ýmsar leiðir í kringum siðprýðisreglugerðir auk þess að koma að sínum listræna metnaði með öllum ráðum. Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður útskýrir að myndir frá þessu einkennilega tímabili séu afar skrítinn kokteill en í seinni tíð hafi menn áttað sig á ótvíræðu listrænu gildi myndanna, sem og skemmtanagildi. „Þessar myndir eru sprottnar úr jarðvegi þar sem japönsk kvikmyndagerð var þjökuð af samúræja-hefðinni, það var nánast ekkert framleitt nema samúræjamyndir. Svo varð sprenging í klámiðnaðinum og ungir og efnilegir leikstjórar fengu vinnu við að gera klámmyndir. Hið óvenjulega var hins vegar að þeir fengu næstum alveg lausan tauminn. Þeir gátu rasað út í sínum listræna metnaði en á tólftu hverri mínútu þurfti að vera einhver nekt. Fyrir vikið myndaðist þessi mjög svo undarlega blanda af ofurlistrænum myndum sem eru líka með kjánaleg bófaplott og erótík,“ segir Dagur Kári og bætir við: „Ég ímynda mér að þær geti verið stórkostleg skemmtun á að horfa.“ Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sýnir á næstunni þrjár myndir eftir einn höfuðpaura þessarar erótísku bylgju, Tatsumi Kumashiro, en myndir hans voru mjög vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda á sinni tíð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói á sýningartíma Kattarins á sunnudags- og mánudagskvöldum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www. filmfest.is. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Þegar stóru framleiðslufyrirtækin í Japan sáu sæng sína upp reidda og fóru að laða áhorfendur inn í kvikmyndahúsin, í kappi við ægivald sjónvarpsins, með léttri erótík fóru leikstjórar þeirra ýmsar leiðir í kringum siðprýðisreglugerðir auk þess að koma að sínum listræna metnaði með öllum ráðum. Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður útskýrir að myndir frá þessu einkennilega tímabili séu afar skrítinn kokteill en í seinni tíð hafi menn áttað sig á ótvíræðu listrænu gildi myndanna, sem og skemmtanagildi. „Þessar myndir eru sprottnar úr jarðvegi þar sem japönsk kvikmyndagerð var þjökuð af samúræja-hefðinni, það var nánast ekkert framleitt nema samúræjamyndir. Svo varð sprenging í klámiðnaðinum og ungir og efnilegir leikstjórar fengu vinnu við að gera klámmyndir. Hið óvenjulega var hins vegar að þeir fengu næstum alveg lausan tauminn. Þeir gátu rasað út í sínum listræna metnaði en á tólftu hverri mínútu þurfti að vera einhver nekt. Fyrir vikið myndaðist þessi mjög svo undarlega blanda af ofurlistrænum myndum sem eru líka með kjánaleg bófaplott og erótík,“ segir Dagur Kári og bætir við: „Ég ímynda mér að þær geti verið stórkostleg skemmtun á að horfa.“ Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sýnir á næstunni þrjár myndir eftir einn höfuðpaura þessarar erótísku bylgju, Tatsumi Kumashiro, en myndir hans voru mjög vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda á sinni tíð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói á sýningartíma Kattarins á sunnudags- og mánudagskvöldum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www. filmfest.is.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira