Athyglin var næstum yfirþyrmandi 22. mars 2007 03:00 "Mamma valdi á mig bláan skósíðan kjól sem ég var aldrei fullkomlega sátt við.“ Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni." Fermingar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni."
Fermingar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira