Athyglin var næstum yfirþyrmandi 22. mars 2007 03:00 "Mamma valdi á mig bláan skósíðan kjól sem ég var aldrei fullkomlega sátt við.“ Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni." Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni."
Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira