Gott veganesti út í lífið 22. mars 2007 04:30 Spurningin hvort börn fermist vegna trúar eða annars er af mjög tilfinningalegum toga, að sögn séra Örnu Grétarsdóttur. MYND/Vilhelm „Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“ Fermingar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“
Fermingar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira