Björk hefur fengið nóg 17. mars 2007 09:00 Björk Guðmundsdóttir mun spila á tónlistarhátíð í Toronto í Kanada í september. Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira