Breyttist í litla konu 17. mars 2007 06:00 Mjöll Hólm. „Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka. Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka.
Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira