Stelpulegar greiðslur 17. mars 2007 06:00 Magnea Sif Agnarsdóttir, hárgreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect, mundar hér hárlakksbrúsann á Sólveigu. „Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti. „Slöngulokkar eru komnir úr tísku, en í staðinn eru stelpurnar með frjálslega lokka sem eru miskrullaðir og fæstar kjósa að vera með uppsett hár,“ segir hún og bætir því við að einnig þurfi að taka tillit til hárgerðarinnar þegar verið er að móta greiðsluna. „Sólveig er til dæmis með mjög þykkt hár svo ég hefði hvort sem er ekki getað tekið það mikið upp. Það hefði bara komið út eins og hattur.“Magnea segir að stutthærðar stelpur séu í svo miklum minnihluta að hún hafi ekki greitt slíkri í mörg ár. „Þetta er samt að komast í tísku aftur. Ég er byrjuð að taka eftir einni og einni stutthærðri, en fram til þessa hafa það aðallega verið eldri konur sem hafa haldið sig við stutta hárið.“ Lifandi blóm eru alveg komin úr tísku að sögn Magneu, en í staðinn vilja fermingarstelpur litlar skrautspennur í hárið eða lítið áberandi gerviblóm. „Hárskraut má fá í gríðarlegu úrvali í alls konar verslunum. Til dæmis í Skarthúsinu og fleiri búðum sem selja slíkan varning. Ég er mjög sátt við þá þróun sem er að verða í fermingartískunni núna. Fyrir nokkrum árum voru fermingarstelpur eins og litlar konur, með langar gervineglur, uppsett hár og áberandi förðun, en þetta er komið á allt annað stig í dag. Núna er í tísku hjá stelpum að vera stelpulegar,“ segir Magnea að lokum. Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti. „Slöngulokkar eru komnir úr tísku, en í staðinn eru stelpurnar með frjálslega lokka sem eru miskrullaðir og fæstar kjósa að vera með uppsett hár,“ segir hún og bætir því við að einnig þurfi að taka tillit til hárgerðarinnar þegar verið er að móta greiðsluna. „Sólveig er til dæmis með mjög þykkt hár svo ég hefði hvort sem er ekki getað tekið það mikið upp. Það hefði bara komið út eins og hattur.“Magnea segir að stutthærðar stelpur séu í svo miklum minnihluta að hún hafi ekki greitt slíkri í mörg ár. „Þetta er samt að komast í tísku aftur. Ég er byrjuð að taka eftir einni og einni stutthærðri, en fram til þessa hafa það aðallega verið eldri konur sem hafa haldið sig við stutta hárið.“ Lifandi blóm eru alveg komin úr tísku að sögn Magneu, en í staðinn vilja fermingarstelpur litlar skrautspennur í hárið eða lítið áberandi gerviblóm. „Hárskraut má fá í gríðarlegu úrvali í alls konar verslunum. Til dæmis í Skarthúsinu og fleiri búðum sem selja slíkan varning. Ég er mjög sátt við þá þróun sem er að verða í fermingartískunni núna. Fyrir nokkrum árum voru fermingarstelpur eins og litlar konur, með langar gervineglur, uppsett hár og áberandi förðun, en þetta er komið á allt annað stig í dag. Núna er í tísku hjá stelpum að vera stelpulegar,“ segir Magnea að lokum.
Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira