Guðfeður diskópönksenunnar 16. mars 2007 07:00 !!! er hljómsveit sem nýtur ómældrar virðingar innan tónlistarheimsins. Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er. Oft nefnd sú hljómsveit sem erfiðast er að gúggla) hefur verið starfandi í rúman áratug en meðlimir sveitarinnar, átta talsins, hafa flestallir einnig starfað í öðrum hljómsveitum, þekktust þeirra er án efa Out Hud. Vegna þessa hefur kannski virkni sveitarinnar alltaf verið í hámarki. !!! var stofnuð af nokkrum vinum frá Sacramento og segir Allan Wilson, horn-, ásláttar og hljómborðsleikari sveitarinnar, að ætlunin hafi í byrjun eingöngu verið að semja dansvæna stuðtónlist, Nic Offer, söngvari !!!, segir tónlistina hins vegar vera funky-strange (skrýtin og fönkskotin). „Ef hún er til dæmis of lengi í bílnum hjá mömmu, þá mun mamma slökkva á henni.“ !!! má vel kalla guðföður diskó-pönk senunnar og er sveitin oft nefnd í sömu anddrá og til dæmis The Rapture og Radio 4. Staðreyndin er samt sú að !!! hafði spilað tónlist í þessum dúr löngu áður en fyrrnefndar sveitir komu til sögunnar. Mér fannst því áhugavert að vita hvort þetta færi ekkert í taugarnar á !!!-liðum. „Við erum allt öðruvísi hljómsveit. Mér finnst okkar tónlist vera frjálsari og við höfum ekki eins augljósar tengingar við aðrar eldri hljómsveitir. Ég held líka að við sækjum okkar áhrif frá fleiri stöðum,“ útskýrir Allan en bætir við að auðvitað vilji !!! ekki eigna sér tilurð þessarar tónlistarstefnu. Umfjöllunarefni texta !!! eru oftar en ekki æði skrautleg en notkun eiturlyfja kemur þar oft við sögu. Sjálfur viðurkennir Allan að meðlimir sveitarinnar hafi líklegast prófað öll þau eiturlyf sem völ er á, fyrir utan heróín. „Ég myndi aldrei segja einhverjum að hann ætti ekki að nota eiturlyf en sá sem velur þau á annað borð á að nota þau skynsamlega.“ Eiturlyf eru þó á engan hátt tengd nafni nýju plötunnar, Myth Takes. Nic útskýrir nafnið á plötunni: „Platan er nefnd eftir lagi á plötunni sem segir frá krökkum sem flytja til New York til þess að eltast við rokkdraumagoðsögnina og hvernig þeir verða fyrir barðinu á þeirri goðsögn. Þannig að þetta er í raun um það hvernig goðsögn getur tekið eitthvað frá þér.“ Plötuna unnu piltarnir í samstarfi við Justin van der Volgen eins og svo oft áður en Nic segir að það sé afar ánægjulegt að vinna með honum. En telur hann ekki eðlilegt að róa þurfi á ný mið og vinna með öðrum upptökustjórum? „Jú, kannski. Ef við finnum einhvern sem við teljum að geti ýtt okkur í aðrar áttir og skorað okkur á hólm, þá auðvitað. En ef við ættum að fara í upptökuverið á morgun myndi ég velja hann [Justin]. Við erum samt orðnir betri í að vinna plötur og að framkvæma það sem við viljum framkvæma.“ Framkvæmdagleðin sést best á nýju plötunni og sýnir og sannar hversu vel hljómsveitin kann á hið brothætta form framsækinnar dansrokk-tónlistar. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er. Oft nefnd sú hljómsveit sem erfiðast er að gúggla) hefur verið starfandi í rúman áratug en meðlimir sveitarinnar, átta talsins, hafa flestallir einnig starfað í öðrum hljómsveitum, þekktust þeirra er án efa Out Hud. Vegna þessa hefur kannski virkni sveitarinnar alltaf verið í hámarki. !!! var stofnuð af nokkrum vinum frá Sacramento og segir Allan Wilson, horn-, ásláttar og hljómborðsleikari sveitarinnar, að ætlunin hafi í byrjun eingöngu verið að semja dansvæna stuðtónlist, Nic Offer, söngvari !!!, segir tónlistina hins vegar vera funky-strange (skrýtin og fönkskotin). „Ef hún er til dæmis of lengi í bílnum hjá mömmu, þá mun mamma slökkva á henni.“ !!! má vel kalla guðföður diskó-pönk senunnar og er sveitin oft nefnd í sömu anddrá og til dæmis The Rapture og Radio 4. Staðreyndin er samt sú að !!! hafði spilað tónlist í þessum dúr löngu áður en fyrrnefndar sveitir komu til sögunnar. Mér fannst því áhugavert að vita hvort þetta færi ekkert í taugarnar á !!!-liðum. „Við erum allt öðruvísi hljómsveit. Mér finnst okkar tónlist vera frjálsari og við höfum ekki eins augljósar tengingar við aðrar eldri hljómsveitir. Ég held líka að við sækjum okkar áhrif frá fleiri stöðum,“ útskýrir Allan en bætir við að auðvitað vilji !!! ekki eigna sér tilurð þessarar tónlistarstefnu. Umfjöllunarefni texta !!! eru oftar en ekki æði skrautleg en notkun eiturlyfja kemur þar oft við sögu. Sjálfur viðurkennir Allan að meðlimir sveitarinnar hafi líklegast prófað öll þau eiturlyf sem völ er á, fyrir utan heróín. „Ég myndi aldrei segja einhverjum að hann ætti ekki að nota eiturlyf en sá sem velur þau á annað borð á að nota þau skynsamlega.“ Eiturlyf eru þó á engan hátt tengd nafni nýju plötunnar, Myth Takes. Nic útskýrir nafnið á plötunni: „Platan er nefnd eftir lagi á plötunni sem segir frá krökkum sem flytja til New York til þess að eltast við rokkdraumagoðsögnina og hvernig þeir verða fyrir barðinu á þeirri goðsögn. Þannig að þetta er í raun um það hvernig goðsögn getur tekið eitthvað frá þér.“ Plötuna unnu piltarnir í samstarfi við Justin van der Volgen eins og svo oft áður en Nic segir að það sé afar ánægjulegt að vinna með honum. En telur hann ekki eðlilegt að róa þurfi á ný mið og vinna með öðrum upptökustjórum? „Jú, kannski. Ef við finnum einhvern sem við teljum að geti ýtt okkur í aðrar áttir og skorað okkur á hólm, þá auðvitað. En ef við ættum að fara í upptökuverið á morgun myndi ég velja hann [Justin]. Við erum samt orðnir betri í að vinna plötur og að framkvæma það sem við viljum framkvæma.“ Framkvæmdagleðin sést best á nýju plötunni og sýnir og sannar hversu vel hljómsveitin kann á hið brothætta form framsækinnar dansrokk-tónlistar.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira