Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur 16. mars 2007 08:45 Bestu lögin á Panic Prevention eru á meðal þess skemmtilegasta sem hefur komið út á árinu. Hrátt, frumstætt, en grípandi popp. Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira