Ampop á iTunes 16. mars 2007 10:00 Þrjár síðustu plötur Ampop eru fáanlegar á iTunes. Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. „Það eru virkilega góð tíðindi að þeir höfðu áhuga á þessu.“Ampop spilaði á dögunum á tónleikum í Los Angeles og New York. „Það gekk feikivel og það er verið að skoða ákveðin tilboð í augnablikinu,“ segir Birgir. Ampop hefur einnig fengið góðar viðtökur í Frakklandi og var My Delusions það smáskífulag sem var mest sótt á netinu þar í landi á síðasta ári. Að sögn Birgis vonast þeir félagar til að fara þangað í tónleikaferð til að fylgja eftir vinsældum sínum. Fyrst er þó stefnan sett á Bandaríkjamarkað auk þess sem Bretland er vel inni í myndinni. Ampop átti nýverið lag í þættinum I"m From Rolling Stone á tónlistarstöðinni MTV sem er sýndur víðs vegar um heiminn. Um var að ræða lagið Don"t Let Me Down af plötunni My Delusions. „Þetta er fyrsta alþjóðlega sjónvarpskynningin sem við fáum. Þetta voru mjög hressandi og uppörvandi fréttir fyrir okkur,“ segir Birgir. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. „Það eru virkilega góð tíðindi að þeir höfðu áhuga á þessu.“Ampop spilaði á dögunum á tónleikum í Los Angeles og New York. „Það gekk feikivel og það er verið að skoða ákveðin tilboð í augnablikinu,“ segir Birgir. Ampop hefur einnig fengið góðar viðtökur í Frakklandi og var My Delusions það smáskífulag sem var mest sótt á netinu þar í landi á síðasta ári. Að sögn Birgis vonast þeir félagar til að fara þangað í tónleikaferð til að fylgja eftir vinsældum sínum. Fyrst er þó stefnan sett á Bandaríkjamarkað auk þess sem Bretland er vel inni í myndinni. Ampop átti nýverið lag í þættinum I"m From Rolling Stone á tónlistarstöðinni MTV sem er sýndur víðs vegar um heiminn. Um var að ræða lagið Don"t Let Me Down af plötunni My Delusions. „Þetta er fyrsta alþjóðlega sjónvarpskynningin sem við fáum. Þetta voru mjög hressandi og uppörvandi fréttir fyrir okkur,“ segir Birgir.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira