Þó svo að fjarskiptaheimurinn sé stór á heimsvísu eru ef til vill ekki svo ýkja mörg fyrirtæki sem bjóða þjónustu í mörgum löndum.
Þannig hefur það nú gerst með kaupum Símans á farsímafyrirtækinu Aerofone í Bretlandi að viðskiptavinir fyrirtækisins þar kunna með fjallabaksleið að tengjast vörumerki sem Síminn myndi seint hampa hér heima.
Í gegnum samninga Aerofone í Bretlandi býðst viðskiptavinum Símans væntanlega að nýta sér gjaldskrárleiðir á borð við Vodafone Anytime Tariffs, Vodafone Businesstime Tariffs, og þar fram eftir götunum, auk valdra gjaldskrárleiða farsímafyrirtækisins O2.