Met-skilnaður Eddu Björgvins 13. mars 2007 07:30 Edda Björgvinsdóttur leikur yfirgefnu eiginkonuna Ástu í einleiknum Alveg brilljant skilnaður, sem hún hefur nú sýnt 150 sinnum. „Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti. Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft. Enda má Edda vera ánægð með sig og sína og sitt góða gengi á fjölunum því leikritið Alveg brilljant skilnaður hefur nú gengið von úr viti fyrir fullu Borgarleikhúsi. Verið í gangi í þrjú leikár og leikritið sýnt 150 sinnum. Sem Edda segir að sé nefnilega svo mikið met. Eða þannig. Nánast. Afar sjaldgæft er að leiksýningar nái þessum sýningafjölda og það þó litið sé allt til upphafs atvinnuleikhúss á Íslandi. Edda hefur að sjálfsögðu skýringar á velgengninni á reiðum höndum. „Sko, ég held að það sé vegna þess að hver einasta manneskja sem kemur á sýninguna lætur boð út ganga. Allir þekkja þessar erfiðu tilfinningar og svívirðingarnar sem hún lætur fjúka um fyrrverandi manninn sinn, sektarkenndina, það þekkja þetta allir. Og senda alla vini sína á sýninguna. Ég hef verið með frá ellilífeyrisþegum og niður í unglinga. Og þeir hafa virkilega notið þess að vera á sýningunni.“ Notið svívirðinganna? „Jaaaaahhh, já.“ Leikurinn er á gamansömum nótum enda þótt honum megi á köflum lýsa sem harmskoplegum og greinir frá ofur hvunndagslegri miðaldra konu, Ástu, en eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og þýðandi og höfundur íslenskrar leikgerðar er Gísli Rúnar Jónsson. Í kvöld mun svo Edda sýna Alveg brilljant skilnað í síðasta skipti.
Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira