Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu 9. mars 2007 06:45 Þorvaldur Bjarni leitar að nýjum og ferskum hljómsveitum fyrir kvikmyndina Astrópíu. „Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira