Tónlist

Allir í stuði á Evróputúr

Benedikt Hermann Hermannsson og félagar eru á tónleikaferð um Evrópu.
Benedikt Hermann Hermannsson og félagar eru á tónleikaferð um Evrópu.

Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi.

„Þetta hefur gengið rosavel og er búið að vera mjög gaman,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, forsprakki sveitarinnar. Alls eru níu meðlimir Benna Hemm Hemm á ferðalaginu um Evrópu og ferðast þau um í sendiferðabíl. Hefur að vonum lítill tími gefist í skoðunarferðir.

„Hingað til hefur dagskráin verið ansi þétt og hún er ekkert að fara að grisjast neitt. Það er rétt að það náist að keyra á milli og spila. Við þurfum að vakna kl. sex til sjö á morgnana og keyra og þá rétt náum við „sándtékki“,“ segir Benni. Hann segir að stemningin í sendiferðabílnum sé mjög góð. „Við erum með Bruce Lee í videotækinu, Toto í græjunum og allir eru í stuði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×