Myndin er í réttum farvegi 5. mars 2007 09:00 Jón Þór segir það ekki óeðlilegt að handrit skuli velkjast á milli manna í nokkur ár. „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira