Vasahljómkviða frá Japan 2. mars 2007 06:00 Fimmta platan, Pocket Symphony, kemur út á mánudaginn. Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta Air plata, Talkie Walkie, kom út, en það þýðir ekki að þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin hafi setið auðum höndum. Síðasta haust kom út platan 5:55 sem þeir gerðu með dóttur Serge Gainsbourg, Charlotte. Þeir félagar sáu alfarið um tónlistina á henni. Fyrsta sólóplata Jean-Benoit sem hann gerði undir nafninu Darkel kom líka út seint á síðasta ári, en hún var unnin á sama tíma og 5:55, nema á nótinni.Neil Hannon, Jarvis Cocker og Nigel Godrich Pocket Symphony var tekin upp undir stjórn Nigels Godrich, en þetta er í fjórða skipti sem þeir Jean-Benoit og Nicolas vinna með honum. Hópurinn sem vann að Charlotte Gainsbourg plötunni kemur reyndar líka við sögu á nýju plötunni. Bæði Jarvis Cocker og Neil Hannon sem sömdu texta fyrir plötu Charlotte eru hér líka, Jarvis semur textann við lagið One Hell Of A Party sem hann syngur og Neil syngur og semur textann við Somewhere Between Walking And Sleeping. Aðrir gestir á plötunni eru nígeríski trommuleikarinn og The Good, The Bad And The Queen-meðlimurinn Tony Allen og Joey Waronker sem m.a. hefur lamið húðirnar með Beck. Pocket Symphony er í þessum mjúka og stemningarfulla stíl sem einkenndi fyrstu plötu Air, Moon Safari. Eitt af því sem aðgreinir þessar tvær plötur eru japönsku strengjahljóðfærin koto og shamisen (japanskt banjó og japönsk harpa), en Nicolas tók sér heilt ár í að læra á þau með kennara sem hann fann í gegnum japanska sendiráðið í París. Þessi japanski hljómur setur svip á plötuna, en er sérstaklega áberandi í One Hell Of A Party. Þeir Jean-Benoit og Nicolas segjast hafa viljað fjarlægjast þennan dæmigerða popp-hljóm á plötunni. „Ég býst við því að við séum undir áhrifum frá nútíma-tónskáldum eins og Philip Glass og sígildum tónskáldum frá fyrri hluta 20. aldarinnar eins og Ravel og Erik Satie,“ segir Jean-Benoit í nýlegu viðtali. Bætir hann því við að þeir félagar semji þannig að þeir setjist niður og impróviseri saman.Væntanlegir til Íslands Nafn plötunnar Pocket Symphony er vísun í þá löngun þeirra Air-manna að gera plötu sem væri hugsuð sem heild. Það eru líka færri sungin lög á henni heldur en á síðustu plötum. Umslag plötunnar sem er unnið af myndlistarmanninum Xavier Veilhan sem undirstrikar þá tilvísun í klassíka tónlist sem nafnið er. Lógóið er í sama stíl og er á mörgum klassískum útgáfum og það eru myndir af hvítum styttum af þeim félögum sem minna á marmarastyttur af klassískum tónskáldum. Platan er samt ekki eitt samfellt verk, heldur safn popplaga sem mynda eina heild. Ástarævintýri þeirra Jean-Benoit og Nicolas hafa að því er virðist mikil áhrif á tónlist Air. Lagið Redhead Girl er t.d. samið til núverandi unnustu Nicolas sem hann kallar gyðjuna sína: „Nema hún er ekki rauðhærð. Þetta er mjög hugmyndafræðilegt,“ segir hann. Og lagið Left Bank samdi hann „á hótelherbergi eftir vel heppnaða helgi með stelpu. Og á mánudagsmorgninum hvarf hún án þess að segja orð…“ Air er væntanleg til Íslands á vegum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi-pas? Hljómsveitin vildi ólm koma á sjálfa hátíðina, en vegna anna í kringum útgáfu Pocket Symphony kemst hún ekki fyrr en í sumar. Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta Air plata, Talkie Walkie, kom út, en það þýðir ekki að þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin hafi setið auðum höndum. Síðasta haust kom út platan 5:55 sem þeir gerðu með dóttur Serge Gainsbourg, Charlotte. Þeir félagar sáu alfarið um tónlistina á henni. Fyrsta sólóplata Jean-Benoit sem hann gerði undir nafninu Darkel kom líka út seint á síðasta ári, en hún var unnin á sama tíma og 5:55, nema á nótinni.Neil Hannon, Jarvis Cocker og Nigel Godrich Pocket Symphony var tekin upp undir stjórn Nigels Godrich, en þetta er í fjórða skipti sem þeir Jean-Benoit og Nicolas vinna með honum. Hópurinn sem vann að Charlotte Gainsbourg plötunni kemur reyndar líka við sögu á nýju plötunni. Bæði Jarvis Cocker og Neil Hannon sem sömdu texta fyrir plötu Charlotte eru hér líka, Jarvis semur textann við lagið One Hell Of A Party sem hann syngur og Neil syngur og semur textann við Somewhere Between Walking And Sleeping. Aðrir gestir á plötunni eru nígeríski trommuleikarinn og The Good, The Bad And The Queen-meðlimurinn Tony Allen og Joey Waronker sem m.a. hefur lamið húðirnar með Beck. Pocket Symphony er í þessum mjúka og stemningarfulla stíl sem einkenndi fyrstu plötu Air, Moon Safari. Eitt af því sem aðgreinir þessar tvær plötur eru japönsku strengjahljóðfærin koto og shamisen (japanskt banjó og japönsk harpa), en Nicolas tók sér heilt ár í að læra á þau með kennara sem hann fann í gegnum japanska sendiráðið í París. Þessi japanski hljómur setur svip á plötuna, en er sérstaklega áberandi í One Hell Of A Party. Þeir Jean-Benoit og Nicolas segjast hafa viljað fjarlægjast þennan dæmigerða popp-hljóm á plötunni. „Ég býst við því að við séum undir áhrifum frá nútíma-tónskáldum eins og Philip Glass og sígildum tónskáldum frá fyrri hluta 20. aldarinnar eins og Ravel og Erik Satie,“ segir Jean-Benoit í nýlegu viðtali. Bætir hann því við að þeir félagar semji þannig að þeir setjist niður og impróviseri saman.Væntanlegir til Íslands Nafn plötunnar Pocket Symphony er vísun í þá löngun þeirra Air-manna að gera plötu sem væri hugsuð sem heild. Það eru líka færri sungin lög á henni heldur en á síðustu plötum. Umslag plötunnar sem er unnið af myndlistarmanninum Xavier Veilhan sem undirstrikar þá tilvísun í klassíka tónlist sem nafnið er. Lógóið er í sama stíl og er á mörgum klassískum útgáfum og það eru myndir af hvítum styttum af þeim félögum sem minna á marmarastyttur af klassískum tónskáldum. Platan er samt ekki eitt samfellt verk, heldur safn popplaga sem mynda eina heild. Ástarævintýri þeirra Jean-Benoit og Nicolas hafa að því er virðist mikil áhrif á tónlist Air. Lagið Redhead Girl er t.d. samið til núverandi unnustu Nicolas sem hann kallar gyðjuna sína: „Nema hún er ekki rauðhærð. Þetta er mjög hugmyndafræðilegt,“ segir hann. Og lagið Left Bank samdi hann „á hótelherbergi eftir vel heppnaða helgi með stelpu. Og á mánudagsmorgninum hvarf hún án þess að segja orð…“ Air er væntanleg til Íslands á vegum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi-pas? Hljómsveitin vildi ólm koma á sjálfa hátíðina, en vegna anna í kringum útgáfu Pocket Symphony kemst hún ekki fyrr en í sumar.
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira