Náttúra og strengir 2. mars 2007 07:30 Elísabet Waage og Hannes Guðrúnarsson leika saman í Salnum. MYND/GVA Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira