Ástin og gleymskan 26. febrúar 2007 09:45 Endurheimtir ást og minningar Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir leika í nýju verki eftir Eric-Emmanuel Schmitt. mynd/eddi Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira