Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum 26. febrúar 2007 10:30 Raggi Bjarna hefur sungið með öllum íslensku dívunum, fyrir utan Eivöru Pálsdóttur. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira