Hljómsveitirnar Steintryggur og Flís spila á tónleikum í Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku í kvöld í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur.
Þeir sem koma fram fyrir hönd Steintryggs eru Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Átralinn Ben Frost sem sér um tölvutóna. Leika þeir tónlist af væntanlegri plötu Steintryggs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis.
Steintryggur og Flís spila
