Tyra og Paris rasa út í Reykjavík 24. febrúar 2007 09:30 Lygilegir hlutir eiga sér stað hjá Gleðileikhúsinu en þar er skyggnst um í öngstrætum Ísmericu. MYNDVilhelm Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira