Svíar krefjast nærveru Eiríks 20. febrúar 2007 10:30 Eiríkur Hauksson Hlaut afgerandi kosningu á úrslitakvöldinu og verður meðal gesta í árlegum Eurovision-þætti sænska sjónvarpsins. MYND/Anton „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. - Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti norrænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar segja sitt álit á þátttakendum í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið," segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. -
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira