Hattur og Fattsdóttir 15. febrúar 2007 09:45 Þóra Karitas er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar í uppsetningu á Lífinu, en hann gerði garðinn áður frægan með föður Þóru, Árna Blandon. MYND/Heiða Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira