Lecter finnur til lystar sinnar 15. febrúar 2007 09:00 Hinn franski Gaspard Ulliel fetar í fótspor Anthony Hopkins og fer með hlutverk Lecters. Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóðþyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heimsstyrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hannibal. Hann reynist vera fluggreindur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í höndum hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlofunin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomasar Harris, en hann skrifaði kvikmyndahandritið með fram bókinni, sem kom út í ársbyrjun. Leikstjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóðþyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heimsstyrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hannibal. Hann reynist vera fluggreindur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í höndum hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlofunin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomasar Harris, en hann skrifaði kvikmyndahandritið með fram bókinni, sem kom út í ársbyrjun. Leikstjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira