Skrattakollur á mótorfáki 15. febrúar 2007 08:00 Mótorhjólatöffarinn Johnny þarf að gera upp gamla skuld við djöfulinn og eltist við drísla við sem hafa lent upp á kant við skrattann. Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira