Þrjár sýningar á einum degi 11. febrúar 2007 16:00 Orri Huginn fer með hlutverk í þremur sýningum í dag, hvorki meira né minna. MYND/Valli „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“ Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira