Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns 10. febrúar 2007 13:45 Jakob Frímann skrifar á morgun undir stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar. „Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. En þá stendur til að undirrita stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar hvorki meira né minna milli Silvíu Nóttar og Reykjavík Records en þar fer Jakob fyrir. Hann segir samninginn skipta tugum milljónum króna. Til stendur að dreifa nýrri hljómplötu hennar um heim allan og kostar slík markaðssetning þetta ef vel á að vera. Að baki Reykjavík Records standa mörg helstu athafnaskáld Íslands í bland við fjárfestingafélög í eigu Straums - Burðaráss, Brú Venture Capital og fleiri. Stjórnarformaður er Tryggvi Jónsson sem jafnframt stýrir útrásarsjóð FL Group, Tónvís. „Tiltrú manna á Silvíu og teymi hennar er með þeim hætti að menn telja hana einhverja glæsilegustu súperstjörnu sem lýðveldið hefur alið. Með munninn svo kirfilega fyrir neðan nefið að jafnvel Borat fölnar í samanburði þegar best lætur,” segir Jakob og dregur hvergi úr. Aðspurður segist Jakob ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því þó að Silvía hafi farið flatt í Eurovision-keppninni fyrir ári úti í Grikklandi. Segir engan óbarinn biskup. Jakob hefur vitanlega hlustað á hina nýju plötu og segir hana meistaraverk af bestu gerð. „Eigum við ekki að segja að þar sem Sölvi Blöndal sitji við settið þá sitji tónlistin vel í sjálfu sér. Og hin ómþýða rödd Silvíu Nætur framkallar léttan silkihroll.“ Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. En þá stendur til að undirrita stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar hvorki meira né minna milli Silvíu Nóttar og Reykjavík Records en þar fer Jakob fyrir. Hann segir samninginn skipta tugum milljónum króna. Til stendur að dreifa nýrri hljómplötu hennar um heim allan og kostar slík markaðssetning þetta ef vel á að vera. Að baki Reykjavík Records standa mörg helstu athafnaskáld Íslands í bland við fjárfestingafélög í eigu Straums - Burðaráss, Brú Venture Capital og fleiri. Stjórnarformaður er Tryggvi Jónsson sem jafnframt stýrir útrásarsjóð FL Group, Tónvís. „Tiltrú manna á Silvíu og teymi hennar er með þeim hætti að menn telja hana einhverja glæsilegustu súperstjörnu sem lýðveldið hefur alið. Með munninn svo kirfilega fyrir neðan nefið að jafnvel Borat fölnar í samanburði þegar best lætur,” segir Jakob og dregur hvergi úr. Aðspurður segist Jakob ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því þó að Silvía hafi farið flatt í Eurovision-keppninni fyrir ári úti í Grikklandi. Segir engan óbarinn biskup. Jakob hefur vitanlega hlustað á hina nýju plötu og segir hana meistaraverk af bestu gerð. „Eigum við ekki að segja að þar sem Sölvi Blöndal sitji við settið þá sitji tónlistin vel í sjálfu sér. Og hin ómþýða rödd Silvíu Nætur framkallar léttan silkihroll.“
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira