Bandaríska rokksveitin Interpol ætlar að gefa út sína þriðju plötu hinn 5. júní næstkomandi á vegum Capital Records.
Síðasta plata sveitarinnar, Antics, fékk ágætar viðtökur þegar hún kom út í lok árs 2004. Orðrómur hefur verið uppi um að nýja platan heiti Moderation en hann hefur ekki fengist staðfestur.Fyrsta plata Interpol, Turn on the Bright Lights, kom út árið 2002.