Bíó og sjónvarp

Scorsese sigraði

Leikstjórinn Martin Scorsese fékk Directors Guild of America-verðlaunin fyrir mynd sína The Departed.

Bar hann sigur úr býtum í keppni við leikstjóra Dreamgirls, Babel, Little Miss Sunshine og The Queen. Þetta voru fyrstu Directors Guild-verðlaun Scorsese en hann hafði sex sinnum áður verið tilnefndur.

Verðlaunin eru talin gefa góða vísbendingu um hvaða leikstjóri hljóti Óskarsverðlaunin hinn 25. febrúar.

Aðeins sex sinnum í 58 ára sögu Directors Guild hafa leikstjórarnir ekki hampað Óskarnum í framhaldinu. Tveir af þeim leikstjórum sem kepptu um Directors Guild eru einnig tilnefndir til Óskarsins. Annars vegar Stephen Frears fyrir The Queen og hins vegar Alejandro González Iñárritu fyrir Babel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×