Hannes um heimildarmyndir 6. febrúar 2007 09:15 Skáldskapur og sagnfræði Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir um heimildarmyndir. Fréttablaðið/Stefán Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, heldur erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í dag og ræðir um heimildargildi heimildarmynda. Hannes greinir frá eigin reynslu af heimildarmyndagerð og bendir á að stundum séu heimildarþættir nær skáldskap en sagnfræði. Hann tekur enn fremur dæmi af því sem fremur mætti kallast myndskreyttir útvarpsþættir en eiginlegar heimildarmyndir og stefnu Leni Riefenstahl, sem gekk í þveröfuga átt, en hún vildi sýna frekar en segja og taldi að textinn væri helsti óvinur heimildarmyndarinnar. Jafnframt því sem Hannes Hólmsteinn ræðir um það val, sem ætíð fer fram, þegar heimildarmyndir eru gerðar og jafngildir sköpun frekar en frásögn, skýrir hann út ýmis önnur atriði, svo sem tæknibrellur til að auka áhrif boðskapar, þ. á m. notkun tónlistar og bakhljóðs. Hannes Hólmsteinn telur að lifandi myndir séu ómetanlegar heimildir um fortíðina, en heimildagildi þeirra verði að meta á gagnrýninn hátt. Erindi sitt flytur Hannes í fyrirlestrasal Þjóminjasafns Íslands kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, heldur erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í dag og ræðir um heimildargildi heimildarmynda. Hannes greinir frá eigin reynslu af heimildarmyndagerð og bendir á að stundum séu heimildarþættir nær skáldskap en sagnfræði. Hann tekur enn fremur dæmi af því sem fremur mætti kallast myndskreyttir útvarpsþættir en eiginlegar heimildarmyndir og stefnu Leni Riefenstahl, sem gekk í þveröfuga átt, en hún vildi sýna frekar en segja og taldi að textinn væri helsti óvinur heimildarmyndarinnar. Jafnframt því sem Hannes Hólmsteinn ræðir um það val, sem ætíð fer fram, þegar heimildarmyndir eru gerðar og jafngildir sköpun frekar en frásögn, skýrir hann út ýmis önnur atriði, svo sem tæknibrellur til að auka áhrif boðskapar, þ. á m. notkun tónlistar og bakhljóðs. Hannes Hólmsteinn telur að lifandi myndir séu ómetanlegar heimildir um fortíðina, en heimildagildi þeirra verði að meta á gagnrýninn hátt. Erindi sitt flytur Hannes í fyrirlestrasal Þjóminjasafns Íslands kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira