Gyðingar og víkingar 25. janúar 2007 08:15 Skólasystur sýna þrjú dansverk og stuttmynd í Hafnarfjarðarleikhúsinu um helgina. MYND/Heiða Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld. Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld.
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira