Dreamgirls hlutskörpust 24. janúar 2007 08:45 Söngvamyndin Dreamgirls er tilnefnd til átta óskarsverðlauna. MYND/AP Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira