Pabbaleikurinn í Iðnó 23. janúar 2007 08:00 Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur, á sviðinu í Iðnó í gær. Nýtt verk eftir hann, Pabbinn, verður frumsýnt þar á fimmtudagskvöld. Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn. Sýningin lenti á endanum inni á topp tíu listanum yfir fjölsóttustu sýningar á Íslandi, yfir 260 sýningar voru á verkinu og dró dilk á eftir sér: framleiðendur keyptu sér bar – Prikið – og síðan sjónvarpsstöð – Skjá einn. En það er önnur saga. Bjarni Haukur lagði svo fyrir sig sjónvarpsleik á Skjá einum, fór síðan til Noregs og lagðist í víking, framleiddi og samdi sjónvarpsþætti fyrir norskar og sænskar sjónvarpsstöðvar, leikstýrði leikritum og söngleikjum. Hann var um tíma aðili að framleiðslufyrirtækinu 3 sagas en dró sig út úr því, stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem stendur að leiksýningunni sem á fimmtudag verður frumsýnd í Iðnó. Bjarni segir Pabbann eiga sér rætur í þeim tíma þegar hann var langdvölum erlendis. Það eru nú þrjú ár síðan hann tók að vinna texta fyrir svið um föðurhlutverkið og hvernig það hefur breyst á síðustu árum. Hann segir þá Sigurð Sigurjónsson leikstjóra hafa legið yfir verkinu síðustu misseri: „Föðurhlutverkið hefur breyst svo mikið á síðustu tveimur áratugum. Verkið er raunar bara hugleiðing um það: það er ungt par að fara að búa saman, það er meðganga og fæðing, og það breytist allt.“ Leikritið Pabbinn verður heimsfrumsýnt í Iðnó á fimmtudag: það er einleikur eða „one-man-show“ þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi: „Pabbinn er drepfyndið og hjartnæmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu,“ segir í tilkynningu framleiðandans svo nærri má geta að hér er slegið á ýmsa strengi. Auk þeirra Sigurðar Sigurjónssonar leikstjóra og Bjarna koma að sýningunni Egill Eðvarðsson sem gerir leikmynd, Árni Baldvinsson sem lýsir og Þórir Úlfarsson sem gerir tónlist. Sýningar verða í Iðnó. Og hvernig þykir Bjarna að vera kominn þar á svið frammi fyrir 160 áhorfenda sal? „Það er náttúrlega bara „dream come true“ gamall draumur sem rætist. Hér var maður að sniglast sem krakki, kom hingað og fékk leigða búninga hjá Áróru Halldórsdóttur. Það er eitthvað seiðmagnað hér í loftinu og maður andar að sér sögu allan tímann. Það verður spennandi að leika fyrir áhorfendur í þessu húsi.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn. Sýningin lenti á endanum inni á topp tíu listanum yfir fjölsóttustu sýningar á Íslandi, yfir 260 sýningar voru á verkinu og dró dilk á eftir sér: framleiðendur keyptu sér bar – Prikið – og síðan sjónvarpsstöð – Skjá einn. En það er önnur saga. Bjarni Haukur lagði svo fyrir sig sjónvarpsleik á Skjá einum, fór síðan til Noregs og lagðist í víking, framleiddi og samdi sjónvarpsþætti fyrir norskar og sænskar sjónvarpsstöðvar, leikstýrði leikritum og söngleikjum. Hann var um tíma aðili að framleiðslufyrirtækinu 3 sagas en dró sig út úr því, stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem stendur að leiksýningunni sem á fimmtudag verður frumsýnd í Iðnó. Bjarni segir Pabbann eiga sér rætur í þeim tíma þegar hann var langdvölum erlendis. Það eru nú þrjú ár síðan hann tók að vinna texta fyrir svið um föðurhlutverkið og hvernig það hefur breyst á síðustu árum. Hann segir þá Sigurð Sigurjónsson leikstjóra hafa legið yfir verkinu síðustu misseri: „Föðurhlutverkið hefur breyst svo mikið á síðustu tveimur áratugum. Verkið er raunar bara hugleiðing um það: það er ungt par að fara að búa saman, það er meðganga og fæðing, og það breytist allt.“ Leikritið Pabbinn verður heimsfrumsýnt í Iðnó á fimmtudag: það er einleikur eða „one-man-show“ þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi: „Pabbinn er drepfyndið og hjartnæmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu,“ segir í tilkynningu framleiðandans svo nærri má geta að hér er slegið á ýmsa strengi. Auk þeirra Sigurðar Sigurjónssonar leikstjóra og Bjarna koma að sýningunni Egill Eðvarðsson sem gerir leikmynd, Árni Baldvinsson sem lýsir og Þórir Úlfarsson sem gerir tónlist. Sýningar verða í Iðnó. Og hvernig þykir Bjarna að vera kominn þar á svið frammi fyrir 160 áhorfenda sal? „Það er náttúrlega bara „dream come true“ gamall draumur sem rætist. Hér var maður að sniglast sem krakki, kom hingað og fékk leigða búninga hjá Áróru Halldórsdóttur. Það er eitthvað seiðmagnað hér í loftinu og maður andar að sér sögu allan tímann. Það verður spennandi að leika fyrir áhorfendur í þessu húsi.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira